19. september 2003 keypti Skipalyftan ehf í Vestmannaeyjum allan rekstur Vélsmiðju KÁ ehf og hóf starfsemi undir nafninu Vélsmiðja Suðurlands ehf.  Fest var kaup á 600 fermetra húsnæði við Gagnheiði 5 á Selfossi. Vélsmiðja KÁ var stofnuð sem hlutafélag á árinu 1996 á grunni Bifreiðasmiðju KÁ sem hóf starfsemi sína árið 1939. Má því segja að Vélsmiðja Suðurlands ehf er rekið á traustum grunni sem nær aftur til 1939.

Í dag eru 13 starfsmenn við vinnu hjá Vélsmiðju Suðurlands ehf og útlitið bjart.